16/06/2024

Vandamál með sítengingu

Í fréttatilkynningu frá Snerpu á Ísafirði sem barst rétt í þessu segir: „Undanfarna daga hefur orðið vart við vandamál hjá þeim sem tengjast við örbylgjunet Snerpu á Hólmavík. Tekist hefur að einangra bilunina sem er álagstengd og verið er að fá búnað til landsins sem settur verður upp nú í vikunni. Snerpa biðst velvirðingar á þeim truflunum sem orðið hafa.“