14/09/2024

Athugasemd við grein Matthíasar Lýðssonar: Keyrum Arnkötlu og Gautsdalaleið eigi síðar en 2009

Jón Halldórsson - mynd sem hæfir nokkuð velAðsend grein: Jón Halldórsson
Ég get ekki orða bundist að vita það að á 21. öldinni eru enn til menn sem vilja greinilega ekki framfarir og líka það að greinarhöfundur er stjórnarmaður í KSH. Með vegi um þessa fyrrnefndu dali sem verður búið að fullgera ef guð lofar á næstu fjórum árum ef allt gengur upp eins og búið er að ákveða og líka var upplýst á stjórnmálafundi sem var haldin á Ísafirði þann 9. febrúar.

Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra það að það væri búið að ákveða það á næstu 4 árum yrði unnið í að vega Arnkötlu og Gautsdalaleið, þannig yrði þessi leið full frágengin með bundnu slitlagi haustið 2009, fjárveiting til verksins er á fjárlögum sem eru 700 miljónir 2007 til 2011, en eins og hefur komið fram þá er búið að flýta framkvæmdinni þannig að útboð á þessu verki verður á næstu mánuðum.

Ég verð að segja það að það getur ekki verið gott fyrir fyrirtæki eins og KSH að hafa stjórnarmann/menn sem vilja ekki framfarir og sparnað uppá miljónir á hverju ári.

Nú 1 Júlí næstkomandi mun þungaskattur fara í olíuna og þá er um að gera að hugsa um sparnað, með styttri vegalengd verða færri kílómetrar þar af leiðandi færri olíulítrar sem eyðast og minna slit á dekkjum og fleiru.

Dæmi um Arnkötlu og Gautsdalasparnað fyrir KSH bíla ef að þeir fara að meðaltali 2,5 sinnum í viku suður um þessa fyrrnefndu leið þá er sparnaðurinn það mikill að KSH getur endurnýjað sinn bílaflota mun fyrr en ella ef strandaleiðin yrði farin áfram, sem auðvitað mun gera að einhverju leiti áfram. Með veginn frá Brú og til Hólmavíkur verður auðvitað haldið við og lagfærður eins og gert er ráð fyrir á komandi árum, annað stendur ekki til.

Við höfum veginn frá Brú til Hólmavíkur en við höfum ekki veginn um Arnkötlu og Gautsdali, ennþá.

Þegar vegur er komin um Arnkötlu og Gautsdali þá mun auðvitað létta nánast öllum þungaflutningum af veginum frá Brú og til Hólmavíkur og þar af leiðandi verður hann miklu betri þá þegar þungu stóru bílarnir eru hættir að aka um þennan veg, sem verður innan fárra ára.

Mokstursdagar á leiðinni frá Brú til Hólmavíkur mun vera sá sami og er í gildi á milli Drangsnes og Hólmavíkur 5 dagar.

Veðurfar í Arnkötlu og Gautsdölum

Ég held að séu fáir sem hafa farið eins oft um þessa dali og einmitt undiritaður. Veðurfar í Arnkötludal er ekki eins slæmt og stórbóndinn í Húsavík segir, ég líki veðurfari í Arnkötludal sem svipuðu og veðurfari framarlega í Staðardal sum sé stífur vindur en engir sviptivindar, en veðurfar í Gautsdal er allt önnur ella. Dalverpið sem er fyrir framan Gautsdal fyrir ofan fossinn, vindur þar er nokkuð stöðugur, en vindur í sjálfum Gautsdal getur verið sveiflukenndur út af þeim fjöllum sem skapa óstöðugan vind,en þannig vindur er á mörgum stöðum á Íslandinu góða.

Skólakrakkar um hvaða veg fara þau?.

Ef mín börn fara í einhvern skóla sem er fyrir norðan Brú í Hrútafirði þá fara þau auðvitað suðurstrandir en ekki Arnkötlu og Gautsdalaleið það er ljóst. Vegalengdin frá Hólmavík suður strandir um Laxárdalsheiði og til Búðardals er 142 km,en ef leiðin frá Hólmavík er farin um Arnkötlu og Gautsdali til Búðardals er ekki nema 80 km,sama lengd og er frá Hólmavík og til Prestbakka í Hrútafirði.

Þannig að það er ekki gott að reyna að rugla fólk í ríminu hvað varðar + – í km.

Fréttamatur þáverandi Kirkjubólshreppsnefndarmannsins.

Sumir hafa aðgang af fréttahaukum sem aðrir hafa ekki, ég held að fyrrum hreppsnefnd Kirkjubólshrepps með sögumanninn í stafni skútu sinnar þurfi ekki að monta sig fyrir þau störf sem þar voru unnin sem lúta að Arnkötlu og Gautsdalaleið aldeilis ekki, þvert á móti er það mikil skömm og skammsýni í þáverandi sálugu Kirkjubólshreppsnefnd að vilja ekki gerast frumkvöðlar í framfarar og framtíðar áformum Leiðar ehf með að gerast hluthafi í þessu arðsama fyrirtæki sem er áformaður um 14% á ári, heldur en að setja peninga til skrattans sem hann át án þess að hika og varð saddur af því með góðum fréttaflutningi rúv manna og öðrum fréttariturum, var það ekki byggðafjandsamleg aðgerð fyrir hvern eg bara spyr.

Endurskoðun vegaáætlun.

Nú í byrjun Mars verður tekin fyrir á Alþingi að endurskoða vegaáætlun að mig til 2016, og þar mun margt forvitnilegt koma fram, þar á meðal að á næstu 4 árum verður væntanlega búið að gera veg með bundnu slitlagi um Arnkötlu og Gautsdali og breikka og bæta vegin frá Prestbakka og að vegamótum á Laxárdalsheiði og nýjan veg úr botni Kollafjarðar að Ennishálsi.

Og svo á að fara í Balana væntanlega í sumar þann kafla sem var búið að full hanna sem er frá norðanmegin við Brúará og að Eyjum, svo verður lokið við að vinna það verk sem átti að vinna í sumar en var frestað til vorsins sem er Selstrandarverkið frá austurenda Hveravíkur og að Fiskinesi.

Brattabrekka?. Merkilegt en þó svoldið skrítið með Bröttubrekku að um hana er komin nýr vegur en samt í áformum um Jarðgöng er ennþá inní verkáætlun Vegagerðarinnar að gera gat undir Bröttubrekku á næstu árum fyrir 2016?.

Bitrufjörður og fleiri vegir.

Það er alveg hárrétt að vegurinn er ekkert annað en mjótt hænsnaprik sem eg tók þátt í að gera fyrir meira en 20 árum síðan, það má nefna líka vegin á milli Prestbakka og Bæjar í Hrútafirði svo sé ekki minnst á Mjóafjörðin með útskotum og tilheyrandi leiðindum og tímasóun og mikilli slysahættu.

Því er nú ver að oftar en ekki hafa sumir vegakaflar verið mjókkaðir staðinn fyrir að vera breikkaðir, að mjókka vegi eins og það var gert á því svæði sem ég þekki til er arfa slæm, getur ekki verið verra.

Heimska og skammsýni.

Hvað er heimska og hvað er skammsýni, ég bara spyr, eg hef aldrei talið mig neinn gáfnamann, en hitt finnst mér til skammar að maður sem er örlítið yngri en eg er sjálfur vilji ekki framfarir og það miklar byggðarsamlegt framfara spor sem mundi lyfta grettistaki á mörgum sviðum svo sem ferðaþjónustu til sjávar og sveita og ekki má gleyma sjoppum og veitingar og skemmtihúsum.

Segjum eins og veðurfarið er búið að vera núna í vetur þá hefur verið hægt að fara í fjallaferðir með ferðafólk og ef til vill á svartfuglsskytterí og líka smá dorg bæði á sjó og vötnum.

Það hefur engin talað um það að Arnkötlu og Gautsdalaleið leysi allan vandan það er ekki rétt en það er lámarkið að vegfarendur hafi val á leiðum til að velja um.

Vill Matthías Lýðsson leggja veginn niður um Steingrímsfjarðarheiði? Ég bara spyr, ætli nokkur vilji það, hæpið.

Þannig með heimskunna og skammsýnina ég sendi hana bara heim til föðurhúsanna, eins og með kölska hér um árið sem át allt upp til agna.

Kveð með Arnkötlu og Gautsdalakveðjum,
Jón Halldórsson Hólmavík