26/04/2024

Strandamenn í Óðinsvéum

Strandamenn á þorrablótiÍslendingafélagið í Óðinsvéum hélt sitt árlega þorrablót um síðustu helgi. Mikið var um dýrðir að venju og rann þjóðlegur matur ljúflega niður ásamt allnokkru magni af miði Heiðrúnar.  Fékk hinn rammíslenski þorramatur mikið lof þrátt fyrir að þeir allra hörðustu hefðu nú viljað hafa hákarlinn aðeins kraftmeiri.

Einhverjir létu síðan hafa það eftir sér að eftir sex mánaða svelti hefði slátrið aldrei smakkast betur. Hér neðar í fréttinni má sjá fleiri myndir af Strandamönnunum í essinu sínu. Klassísk skemmtiatriði héldu fólki svo í rokna stuði þar til að hljómsveitin Á móti sól kom og spilaði fyrir dansi fram á rauða nótt.  Strandamenn í Óðinsvéum létu sig ekki vanta í gleðskapinn og tóku einnig virkan þátt í að skemmta veislugestum sem voru alls um 140.  Voru þarna saman komnir alls níu Strandamenn sem allir eiga það sameiginlegt að stunda nám við hina ýmsu skóla í Óðinsvéum. Var ákveðið að efna til hópmyndatöku af þessu tilefni enda tilefnið skemmtilegt.

Mættir voru:

Guðmundur Péturson frá Ófeigsfirði. Hann nemur byggingartæknifræði við Tækniháskólann í Óðinsvéum.  Kona hans er Freyja Eiríksdóttir sem stundar mastersnám í sameindalíffræði.
 
Bergný Sophusdóttir frá Drangsnesi – Fúsahúsi. Bergný er nemi í dönsku við VUC. Maður Bergnýjar er Jón Brandsson sem nemur rafmagnstæknifræði við Tækniháskólann í Óðinsvéum.
 
Guðmundur R. Björnsson frá Melum.  Hann nemur framleiðslutæknifræði við Tækniháskólann í Óðinsvéum. Kona hans er Hildur Heimisdóttir frá Dangsnesi. Hún nemur lyfjatæknifræði.
 
Sigrún Harpa Magnúsdóttir frá Hólmavík. Sigrún er nemi í Verkefnisstjórnun. Maður hennar er Jónas Þórðarson. Hann leggur stund á byggingarfræði við Odense Tekniske skole.
 
Guðmundína Arndís Haraldsdóttir frá Hólmavík.  Guðmundína er við dönskunám í Odense.
 
Harpa Georgsdóttir frá Bæ í Hrútafirði. Harpa er nemi í sjúkraþjálfun í Syddansk Universitet.
 
Súsanna Ástvaldsdóttir frá Hólmavík.  Súsanna  er nemi í læknisfræði við Syddansk Universitet.

Bára Ástvaldsdóttir frá Hólmavík. Bára er nemi í hjúkrunarfræði við Syddansk Universitet.

 

Guðmundur Pétursson frá Ófeigsfirði reynir sig við míkrafóninn.

Sigrún Harpa Magnúsdóttir og Freyja Eiríksdóttir á góðri stund.

Systurnar Súsanna og Bára Ástvaldsdætur.

Jónas Þórðarson og Guðmundur Björnsson.