23/12/2024

Strandagaldur á menningarnótt

Galdrasýning á Ströndum tekur þátt í viðamikilli dagskrá á menningarnótt í Reykjavík á laugardag. Þar er um að ræða dagskrána Galdranótt á Melunum sem er haldin í Þjóðminjasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Galdrasýningin verður kynnt á Þjóðminjasafni þennan dag kl. 12 og 15:30 og er kynningin hluti af heilmikilli galdradagskrá þar í safninu. Ókeypis aðgangur er á alla dagskrána og eru söfnin opin kl. 10-17 þennan dag.