19/09/2024

Norðurljós á Drangsnesi og Hólmavík

Kvennakórinn Norðurljós heldur tvenna tónleika á næstunni. Hinir fyrri verða í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi miðvikudaginn 1. júní, kl. 21.00. Þeir síðari verða í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 2. júní, kl. 20:30. Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda, en á henni eru m.a. nokkur lög eftir Gunnar Þórðarson, en hann leikur með kórnum ásamt Stefaníu Sigurgeirsdóttur og Gunnlaugi Bjarnasyni.


Vinkonurnar María Mjöll Guðmundsdóttir og Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir syngja tvísöng með kórnum. Í hléinu verður boðið upp á kaffi og konfekt. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 krónur fyrir fullorðna.