10/09/2024

Þjóðverjinn heill á húfi

Þjóðverjinn sem saknað hafði verið síðan í gærkvöldi, þegar hann varð viðskila við gönguhóp sinn í Hornvík, fannst heill á húfi á þriðja tímanum í dag. Að sögn mbl.is svaf hann í Búðarbæ, sem er neyðarskýli í Hlöðuvík, inn af Hælavík, og kom sér sjálfur yfir í Hornvík. Hann var hinn hressasti að sögn lögreglu og ekkert amaði að honum. Búið er að kalla alla leitarmenn til baka.