12/11/2024

Strandabyggð styrkir Golfklúbbinn

Skrifstofa StrandabyggðarÁ síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekið fyrir erindi frá Golfklúbbi Hólmavíkur þar sem beðið var um styrk vegna framkvæmda við Skeljavíkurvöll og vélakaupa. Samþykkt var að veita Golfklúbbnum styrk að fjárhæð 400.000.- og jafnframt var Golfklúbburinn hvattur til að auka áhuga íbúanna á greininni, t.d. með opnum degi þar sem boðið væri upp á leiðsögn fyrir byrjendur.