12/09/2024

Fjöldi atburða á næstunni

Í fréttatilkynningu frá Upplýsinga-miðstöðinni á Hólmavík kemur fram að framundan er fjöldi skemmtilegra atburða víðs vegar um sýsluna. Um helgina verður auðvitað þjóðhátíðarstemmning og síðan verða haldnir Furðuleikar í annað skipti á Sauðfjársetrinu í Sævangi á sunnudag. Fleiri atburðir eru fyrirhugaðir og hér á eftir fer yfirlit yfir þá atburði sem Upplýsingamiðstöðin hefur fengið tilkynningar eða vitneskju um. Svo er bara að vona að allir skemmti sér hið besta:


17. júní – fös.
Hátíðahöld á Hólmavík. Sundkeppni í sundlauginni kl. 11:00, 100 metra sund með frjálsri aðferð. Kl. 13 hittast menn í kirkjuhvamminum, blöðrusala og fleira, trampolín og andlitsmálun, fjallkonan fer á kostum. Kl. 14. Lagt af stað í skrúðgöngu að Íþróttamiðstöðinni. Þar verður ávarp, söng og tónlistaratriði, gúmmíbátaróður, koddaslagur og fleira. Um kvöldið milli 19:30 og 21:00 verður síðan Sundlaugapartý í sundlauginni.

17. júní – fös. Þjóðhátíðarkaffihlaðborð verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi frá kl. 14-18. Allir velkomnir. Verð kr. 1.000.- fyrir 13 ára og eldri.
17. júní – fös. Steikarhlaðborð á Café Riis. Borðapantanir fyrir 16. júní, s: 4513567. Um kvöldið verður dansleikur með Heiðu Ólafs og félögum í Pakkhúsinu, aldurstakmark 18 ára.
18. júní – lau. Draugadagur í Galdrasafni. Galdramaður á Ströndum berst við drauga og forynjur með aðstoð gesta.

19. júní – sun. Furðuleikar á Ströndum verða haldnir í annað sinn. Það er Sauðfjársetrið í Sævangi sem stendur fyrir leikunum. Þarna er á ferðinni leikjadagur fyrir alla fjölskylduna. Gestir keppa er í margvíslegum furðugreinum og hefst skemmtunin kl. 14. Leikfélag Hólmavíkur setur svip á daginn. Kaffihlaðborð í Sauðfjársetrinu 14-18.

19. júní – sun. Kaffihlaðborð á Hótel Djúpavík, uppl. í síma 451-4037.

19. júní – sun. Dagur hinna villtu blóma á öllum Norðurlöndunum og líka á Ströndum. Mæting við Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík kl. 19:30. Gengið verður um Borgirnar á Hólmavík. Um leiðsögn sjá Matthías Sævar Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir.

22. júní – mið. Jón Ólafsson tónlistamaður heimsækir Hólmavík og heldur tónleika í Hólamvíkurkirkju klukkan 20:30. Hildur Vala Idolstjarna kemur fram með honum á tónleikunum.