12/09/2024

Góður árangur hjá Sparisjóðnum

Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um fjármálafyrirtæki sem gefin er út árlega kemur fram að Sparisjóður Strandamanna er með mestu arðsemi eigin fjár af íslenskum sparisjóðum eða 53,6%, en sparisjóðir í landinu eu tuttugu og þrír. Sparisjóður Svarfdæla kemur næstur í röðinni og  þá Sparisjóður Siglufjarðar með 34,5% arðsemi eigin fjár.  Sparisjóður Skagafjarðar er eini sparisjóðurinn með neikvæða arðsemi eigin fjár, með -17,4%. Meðalarðsemi sparisjóðanna tuttugu og þriggja var 18,9% meðan arðsemi bankanna fjögurra var 26,9%. Ástæða er til að óska Sparisjóði Strandamanna til hamingju með þennan góða árangur.