07/11/2024

Sundlaug á Drangsnesi langt komin

Nú er verið að reka endahnútinn á byggingu sundlaugar á Drangsnesi  og verður hún opnuð á næstu dögum. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að koma þessari litlu en glæsilegu sundlaug í gagnið og þar fara fremstir í flokki Grundarásmenn á Hólmavík sem eru að skila frábæru handverki sem allir lofa sem að koma. Ekki skemmir fyrir útsýnið út á Steingrímsfjörðinn, þar sem Grímsey blasir við með mismunandi borgarísjaka sér við hlið í hverri viku. Óskar Torfason fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af meðfylgjandi myndum.

Unnið við sundlaugina á Drangsnesi – ljósm. Óskar Torfason