30/10/2024

Stórsókn á sviði þjóðmenningar

Strandagaldur hefur nú opnað skrifstofu á Hólmavík í gamla Kaupfélagshúsinu sem stendur við Höfðagötu, á móti Galdrasýningunni og með útsýni yfir hana. Þetta gerist í tengslum við að Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli gengur til liðs við Sigurð Atlason framkvæmdastjóra Strandagaldurs og munu þeir vinna næstu mánuði að ákveðnum framtíðarverkefnum sem snúast um að efla verulega allt fræðastarf á vegum Strandagaldurs, bæði í tengslum við galdra og líka þjóðmenningu almennt. Frekara tíðinda af því er að vænta innan fárra vikna.

Strandamönnum er velkomið að kíkja við og kynna sér starfsemina og framtíðarhugmyndir Strandagaldursmanna. Skrifstofan er í rýminu sem Hólmadrangur hafði síðast skrifstofur í og gengið er inn að austanverðu.

Sigurður og Jón á nýju skrifstofunni