14/11/2024

Vestfjarðamót í frjálsum á Ströndum næsta sumar

Í samtali við Jóhönnu Ásu Einarsdóttir formann Héraðssambands Strandamanna kom fram að hún telur ágætar líkur á að Unglingalandsmót verði haldið á Hólmavík árið 2010. Umsóknarfrestur um mótshaldið rennur út um áramót og búast má við niðurstöðu í mars næstkomandi, enda þurfa viðkomandi íþróttafélag og sveitarfélag töluverðan tíma til undirbúnings. Þá sagði Ása að Vestfjarðamót í frjálsum íþróttum yrði haldið á Ströndum næsta sumar og verður mótið í júlí. Heimasíða Héraðssambands Strandamanna er á slóðinni www.123.is/hss.