29/04/2024

Jólamarkaður Strandakúnstar fer vel af stað

Hinn árlegi jólamarkaður handverksfélagsins Strandakúnst opnaði í gær. Hann er
að þessu sinni haldinn í húsnæði Galdrasafnsins á Hólmavík sem hefur verið
breytt lítilsháttar svo henti tilefninu. Ásdís Jónsdóttir sér um markaðinn að
vanda og í viðtali við strandir.saudfjarsetur.is sagði hún að markaðurinn hafi farið vel af
stað. Það skapast alltaf ákveðin jólastemmning í kringum jólamarkaðinn og mikið
um að fólk líti við, fái sér kaffi og piparkökur setjast niður og ræði málefni og framgang
jólanna. Að sögn Ásdísar er nokkuð fjölbreytt vöruúrval á jólamarkaðinum og að
enn eigi eftir að bætast við það. Jólamarkaðurinn verður opinn alla daga fram að
aðfangadag frá kl. 14:00-18:00.

1

bottom

frettamyndir/2007/580-jolamarkadur5-sa.jpg

frettamyndir/2007/580-jolamarkadur6-sa.jpg

frettamyndir/2007/580-jolamarkadur8-sa.jpg

frettamyndir/2007/580-jolamarkadur1-sa.jpg

Ljósm.: Sigurður Atlason