25/04/2024

Stjórnarfundur í sólinni

Það var með eindæmum blíðskaparveðrið í dag og margir sem lögðu niður vinnu til að njóta sólarinnar. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lét þó ekki góðviðrið trufla sig við störf sín, enda í mörg horn að líta og um margt að hugsa fyrir Fjórðungsþing sem hefst á Hólmavík í fyrramálið. Brugðu menn á það ráð að halda stjórnarfund á hlaðinu að Kirkjubóli á Ströndum í dag, enda hafði sólin afar jákvæð áhrif á afköstin að sögn fundarmanna og skynsamlegar ályktanir sem varða heill og framtíð Vestfjarða urðu til á færibandi.

580-fjordungsstjorn

Stjórn Fjórðungssambandsins fundar í sólinni – ljósm. Jón Jónsson