11/10/2024

Framkvæmdahugur í Hornsteinamönnum

Í fréttatilkynningu frá Hornsteinum fasteignafélagi ehf. kemur fram að fyrirtækið hefur hug á að byggja þriggja íbúða raðhús á Hólmavík fáist kaupendur að íbúðunum. Hugmyndin er að íbúðirnar verði mismunandi stórar, allt eftir samkomulagi við kaupendur og einnig yrðu möguleikar á að afhenda þær á mismunandi byggingarstigum. Tímasetning framkvæmda fer eftir viðbrögðum við kynningu á framtakinu, en þeir sem hafa áhuga á að semja við félagið um kaup í slíkum íbúðum skulu snúa sér til Jóns E. Alfreðssonar, s. 451 3130 og 892 2522.

Einnig er bent á íbúð félagsins í nýlegu parhúsi að Miðtúni 13 á Hólmavík sem er á söluskrá og má sjá nánari upplýsingar um eignina á www.domus.is.