23/12/2024

Sonur Guttorms skal erfa krúnuna

Nautið Eldur frá Laugabóli, sem var útnefnt “þarfanaut” Húsdýragarðsins í Kastljósi síðastliðið haust hefur verið fellt. Geðslag þess stafaði gestum garðsins sífellt meiri hætta eftir því sem tíminn leið og styrkur nautsins jókst sífellt. Eldur þótti orðinn of mannýgur og reyndist ekki unnt að hleypa honum í nálægð við gesti Húsdýragarðsins af þeim sökum. Traustið verður sett á heimaalinn kálf sem er 25. afkvæmi Guttorms og er hans eini eftirlifandi kálfur.

Húsdýragarðurinn leita til allra Íslendinga með uppástungur að nafni á krónprinsinn sem var borinn 23. september 2005 og er því orðinn fimm mánaða.  Hann hefur erft margt frá föður sínum m.a. geðslagið og rauðskjöldótta litinn.  Þá er hann stórgerður eins og tuddinn Guttormur faðir hans.  Tveggja mánaða var kálfurinn 102 kg og nú 5 mánaða er hann 230 kg. Hægt er að skila inn tillögum að nafni á kálf Guttorms á netfangið unnur@husdyragardur.is.