
Síðastliðinn föstudag urðu tvær bílveltur á Holtavörðuheiði með skömmu millibili um miðjan dag. Engin slasaðist alvarlega, en tvær konur sem voru í jeppling fundu til í hálsi og baki og voru fluttar með sjúkrabíl til Hvammstanga til aðhlynningar. Bílarnir sem voru báðir á sumardekkjum eru ónýtir eftir, en mikil hálka myndaðist á heiðinni er leið á daginn. Brugðist var við með söltun og breyttust þá aðstæður.
Eftir þessa helgi eru því þrír bílar ónýtir og aðrir þrír skemmdir, samtals sex bílar, eftir akstur á Holtavörðuheiði.

Ljósm. Sveinn Karlsson