10/12/2024

Opinn fundur um markaðsskrifstofu

.Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stendur fyrir opnum fundi um Markaðsskrifstofu Vestfjarða sem haldinn í Félags­heimilinu á Hólmavík kl. 20:00 fimmtudaginn 7. apríl nk. Allir eru velkomnir á fundinn en þar ætla Shiran Þórisson og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfjarða að kynna vinnu við Markaðsskrifstofu Vestfjarða sem hugmyndir eru uppi um að koma á laggirnar. Allir þeir sem áhuga hafa á markaðssetningu Vestfjarða og ferðaþjónustu eru velkomnir á fundinn.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Hvað á Markaðsskrifstofa Vestfjarða að gera – Hlutverk og starfsemi.
    Framsaga:  Neil Shiran Þórisson, markaðsráðgjafi AtVest.

2. Staða Markaðsskrifstofu Vestfjarða í dag – Fjármögnun og hugsanlegt
    stjórnskipulag.

    Framsaga: Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri AtVest og FSV.

3. Opnar umræður.