16/06/2024

Sumarstörf hjá Sauðfjársetri

Á SauðfjársetrinuSauðfjársetur á Ströndum vantar starfsfólk í afgreiðslu á kaffistofu og sýningu safnsins Sauðfé í sögu þjóðar í félagsheimilinu Sævangi, 12 km sunnan við Hólmavík. Um er um að ræða 3 störf. Starfsmenn Sauðfjársetursins á sýningunni í Sævangi þurfa fyrst og fremst að vera jákvæðir, duglegir og samviskusamir, auk þess að eiga auðvelt með mannleg samskipti. Sýningin verður opin 10:00-18:00 alla daga frá 1. júní – 31. ágúst.

Gott er að starfsmenn hafi reynslu af þjónustustörfum og búi yfir kunnáttu í erlendum tungumálum. Starfsmennirnir afgreiða á sýningunni og í handverksbúð og veita leiðsögn, auk þess að sjá um afgreiðslu og rekstur kaffistofu í samráði við forstöðu­mann, ásamt því að sinna bakstri og undirbúning fyrir kaffihlaðborð. Þeir sjá einnig um uppgjör og skýrsluhald, skrá muni og minjar, gefa heimalningunum og sjá um þrif. Þá er ætlast til að þeir taki þátt í vinnu við markaðssetningu, skipulagningu og undirbúning atburða og hátíðahalda.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl og er óskað eftir skriflegum umsóknum þar sem gerð er grein fyrir starfsreynslu og kostum sem viðkomandi býr yfir, á netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is eða til Jóns Jónssonar á Kirkjubóli, 510 Hólmavík. Í sama netfangi eru allar nánari upplýsingar veittar.