01/12/2024

Slösuð snæugla

Nú er slösuð snæugla til aðhynningar á bænum Ósi, rétt innan við Hólmavík. Uglan fannst í gær þar sem hún hafði fest sig í girðingu rétt við bæinn á Ósi. Þórólfur Guðjónsson kom uglunni til bjargar og bíður hún þess nú í fjárhúsunum á Ósi að fá far suður í Húsdýragarð, þar sem reynt verður að koma henni aftur í loftið. Uglan er ólíkt sprækari í dag en í gær, en þó er ljóst að hún þarf verulega á því að halda að komast undir læknishendur. Ekki virðist uglan heldur hafa mikla matarlyst og hefur látið dýrindis ærhakk sem henni var boðið upp á að mestu leyti ósnert.

Snæuglur hafa sést í nágrenni Hólmavíkur nokkrum sinnum í sumar.

Uglan er hin rólegasta – ljósm. Jón Jónsson