05/11/2024

Slökkvitækjaþjónusta hjá Aðgát brunavörnum á Hólmavík

Lækjartún á HólmavíkNýtt fyrirtæki hefur hafið starfsemi á Hólmavík og sinnir slökkvatækjaþjónustu og selur búnað til brunavarna, svo sem slökkvitæki, eldvarnateppi og reykskynjara. Einar Indriðason er forsvarsmaður fyrirtækisins sem hefur hlotið nafnið Aðgát Brunavarnir. Fyrirtækið yfirfer og fyllir á slökkvitæki af öllum stærðum og gerðum, en það þarf að gera reglulega til að tryggt sé að þau virki þegar til á að taka. Starfsemin hefst nú um helgina og opið verður kl. 10-18 á laugardag og 13-18 á sunnudag að Lækjartúni 22 og tekið á móti tækjum. Opnunartími í framtíðinni verður auglýstur síðar, en hægt er að hafa samband við Einar í síma 691-4336 og adgat@holmavik.is. 

  
 
Þar sem skoðunarstöð fyrir bifreiðar verður á Hólmavík eftir helgi er sérstaklega bent á að það er upplagt fyrir bíleigendur þar sem slökkvitæki er hluti af búnaði að koma og láta yfirfara tækin.
  
Aðgát Brunavarnir hefur útbúið sérstaka kerru með búnaði til að fara yfir og fylla á slökkvitæki. Þannig getur fyrirtækið ferðast um og á komandi mánuðum verður farið í ferðir um sveitir og nágrannabyggðalög til að bjóða þjónustuna.