07/10/2024

Vortónleikar kvennakórsins Norðurljós

Kvennakórinn Norðurljós heldur árlega vortónleika sína í
Hólmavíkurkirkju laugardaginn 1. maí. Hefjast þeir kl. 14.00 og
verður dagskráin af léttara tagi. Stjórnandi kórsins er Sigríður
Óladóttir og undirleikarar Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason. Eftir
tónleika býður kórinn tónleikagestum til kaffisamsætis í
félagsheimilinu. Verðið er kr. 2000.- og athygli vakinn á því að posi er ekki á
staðnum. Kvennakórinn vonast til að sjá sem flesta á staðnum.