22/12/2024

Skráningu í Spurningakeppnina að ljúka

Í dag er síðasti dagur til að skrá lið til þátttöku í Spurningakeppni Sauðfjársetursins þetta árið, en keppnin hefur verið árlegur viðburður á Ströndum síðustu þrjú ár. Ellefu lið hafa þegar skráð sig til leiks í þessa skemmtilegu keppni, en vonast er til að þau verði orðin 16 áður en dregið verður í undankeppnina. Hún fer fram sunnudagskvöldin 12. og 26. febrúar. Þrír eru í hverju liði og keppa fyrir fyrirtæki eða félag. Hægt er sjá hvaða lið eru skráð hér á spjalltorginu og þar er einnig hægt að skrá lið eða senda tölvupóst á saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Stjórnandi keppninnar og spyrill þetta árið verður Jón Jónsson á Kirkjubóli og Kristján Sigurðsson semur með honum spurningar.