13/10/2024

Allir vegir færir

Eftir óvenjulega langan hlýindakafla í endaðan janúar eru allir vegir greiðfærir á Ströndum, nema þeir vegir sem aðeins eru opnir yfir sumartímann. Hálkublettir og þoka eru þó á Steingrímsfjarðarheiði. Spáin er heldur ekki amaleg fyrir næsta sólarhringinn: Suðaustan 5-10 m/s. Rigning um tíma í nótt og vestan til seint á morgun en annars úrkomulítið. Hiti 5-10 stig. Reiknað er með hita fram á helgi, en á sunnudaginn á að kólna og fram á þriðjudag eiga að vera frost, stöku él og vestlægar áttir.