11/10/2024

Talningu lokið í Kaldrananeshreppi

Talningu er lokið í Kaldrananeshreppi en þar fór fram óhlutbundin kosning, þar sem einstaklingar voru kosnir í sveitarstjórn. Aðalmenn í sveitarstjórn í Kaldrananeshreppi eru Jenný Jensdóttir, Guðbrandur Sverrisson, Óskar Torfason, Magnús Ásbjörnsson og Sunna Einarsdóttir. Á kjörskrá voru 83 og þar af kusu 56. Fjórir greiddu atkvæði utankjörfundar. Auðir og ógildir seðlar voru fjórir.

Atkvæði aðalmanna
skiptust þannig:

Jenný Jensdóttir 43 atkvæði
Guðbrandur Sverrisson 27 atkvæði
Óskar Torfason 24 atkvæði
Magnús Ásbjörnsson 21 atkvæði
Sunna Einarsdóttir 21 atkvæði