04/10/2024

Skíðafélagsmót á laugardag

Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð á vegum Skíðafélags Strandamanna verður haldið á Múlaengi í Selárdal á morgun, laugardaginn 25. febrúar og hefst kl. 14. Startað verður í tvennu lagi, fyrst 12 ára og yngri og svo 13 ára og eldri þegar yngri skíðamennirnir hafa lokið göngu sinni. Sigurvegarar í hverjum flokki eru Strandameistarar í göngu með frjálsri aðferð. Múlaengi er í mynni Selárdals og þar voru haldin nokkur mót í fyrra. Mótið er öllum opið og eru allir velkomnir að vera með eða að koma og horfa á og hvetja keppendurna. Meðfylgjandi myndir tók Ingimundur Pálsson í sprettgöngunni um síðustu helgi.

Sprettgangan um síðustu helgi – ljósm. Ingimundur Pálsson