14/10/2024

Retro Stefson í Bragganum

Hljómsveitin Retro Stefson verður með fjölskyldutónleika í Bragganum á Hólmavík fimmtudaginn, 1. mars og hefjast þeir klukkan 20:00. Hljómsveitin dvelur nú um stundir í æfingabúðum á Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum og í Skelinni – lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Þá munu GóGó píurnar á Hólmavík hita upp, en þær eru fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Ozon á söngkeppni Samfés þetta árið. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Þjóðfræðistofu og góðu í samstarfi við félagsmiðstöðina Ozon. Miðaverð er 1000 kr. og ekki verður posi á staðnum. Allir velkomnir!