22/12/2024

Sjóleikir á höfninni á Hólmavík

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík stendur fyrir dagskrá um sjómannadagshelgina og í gær fóru fram sjóleikir á höfninni. Þar öttu kappi ungir sem aldnir og kepptu í flekahlaupi og koddaslag ásamt fleiru. Kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og fylgdist með ásamt fjölda annarra sem skemmtu sér prýðilega yfir uppátækjum þátttakenda. Hlýtt var í veðri í gær og rennblautir keppendur voru fljótir að ná sér eftir volkið. Í dag kl. 11:00 hófst hin árlega Marhnútaveiðikeppni á höfninni þar sem án efa verður mikið um að vera hjá yngstu kynslóðinni.