28/02/2024

Jólaljósin á Hólmavík

Kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is rölti um Hólmavík í kvöld og festi jólaljósin sem sem setja svo mikinn svip á umhverfið í desember á filmu. Eins og venja er þá eru margir Hólmvíkingar harla duglegir að lýsa upp jólin í skammdeginu.  Frostið beit tökumanninn talsvert meðan á tökum stóð sem hafði þau áhrif að snjókarlinn Frosti hafði nokkur áhrif við klippinguna.