12/09/2024

Selasetur Íslands á Hvammstanga

Í vetur hefur verið unnið af fullum krafti við undirbúning að opnun Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Stefnt er að opnun sýningar um seli og selveiðar þar þann 25. júní og fróðleikurinn settur fram jafnt með nútíma margmiðlun og gömlum gripum. Jafnframt verður sinnt almennri upplýsingaþjónustu á Selasetrinu. Selveiðar hafa löngum verið mikilvæg hlunnindi við Húnaflóa og er vel við hæfi að Selasetrið sé á Hvammstanga þar sem býsna þægilegt er að skoða seli á Vatnsnesinu. Heimasíða Selasetursins er á vefslóðinni www.selasetur.is.

Selir á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson og Sigurður Atlason