04/10/2024

Hægt að fylgjast með rennsli Hvalár

Ýmislegt nýtt er og verður hægt að skoða á hinum nýuppfærða vef Veðurstofu Íslands, eins og til dæmis rennsli Hvalár í Ófeigsfirði. Þá er farið inn á tengilinn Vatnafar og þá kemur upp kort af vatnasvæði og þegar smellt er á viðkomandi vatnsfall eða stöð er hægt að sjá rennslið. Annars er líka hægt að smella á rennsli Hvalár hér. Frá þessu segir á www.litlahjalla.it.is, en vefur Veðurstofu Íslands er á slóðinni  www.vedur.is