14/10/2024

Sauðburður hefur yfirleitt gengið vel

Eitt af því sem einkennir maímánuð í sveitinni er sauðburðurinn. Tíðarfar hefur verið mjög gott víða á Ströndum í vor og nokkuð er síðan að sjá mátti að lambær væru komnar út. Sauðburði er þó ekki alveg lokið, enn er nokkuð óborið á mörgum bæjum og svo er eftir að koma fénu á fjall. Fréttaritari brá sér í fjárhúsin í Steinadal í Kollafirði í gær með myndavélina. Þar eru rúmlega 20 ær óbornar og hefur allt gengið að óskum í vor.

580-saudb4 580-saudb3 580-saudb2 580-saudb1

Það er mislitur sauður í mörgu fé í Steinadal. Jón Gústi bóndi og barnabörnin Sigfús Snævar og Jón Valur skoða lömbin.