04/10/2024

Nafn Strandabyggðar endanlega staðfest

Vefnum hefur borist fréttatilkynning frá Strandabyggð, en í henni stendur eftirfarandi: Félagsmálaráðherra hefur staðfest að stjórnsýsluheiti sameinaðs sveitarfélags Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps skuli vera Strandabyggð, í samræmi við ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar frá 10. júní 2006.  Hið sameiginlega sveitarfélag skal heita Strandabyggð. Póstfang Strandabyggðar er því Strandabyggð, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík.