22/12/2024

Samgönguáætlun 2015-2018 lögð fram á þingi

IMG_3017

Nú hefur samgönguáætlun til fjögurra ára verið lögð fram á Alþingi og er hugmyndin að hún gildi fyrir árin 2015-2018. Nú er árið 2016 eins og flestir vita, en síðustu ár hafa samgönguáætlanir ekki verið afgreiddar á Alþingi þrátt fyrir að lög segi til um að slíkar áætlanir skulu samþykktar á þinginu og ávallt skuli unnið eftir áætlun í gildi. Í vegagerð á Ströndum er nú áætlað að vinna að vegagerð um Bjarnarfjarðarháls á árunum 2016 og 2017, þannig að verklok virðast hafa dregist um ár frá fyrri markmiðum. Á árinu 2016 eru 280 milljónir lagðar í verkefnið, en 170 á árinu 2017.

Fyrirhugað er að hefja vegaframkvæmdir á Veiðileysuhálsi 2018 og eru lagðar 200 milljónir í verkið það ár. Sama ár eru áætlaðar 50 milljónir í framkvæmdir milli Heydalsár og Þorpa við sunnanverðan Steingrímsfjörð, en þar er 4 km langur malarvegsspotti með varasamri brekku um Smáhamrahálsinn og einbreiðri brú yfir Heydalsána. Meginþungi þessara framkvæmda er utan þessarar fjögurra ára áætlunar.

Á meðfylgjandi mynd er Reiðgötuvatn á Bjarnarfjarðarhálsi – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is.