14/10/2024

Jólastuð í Hólmavíkurskóla

Bakað af listÞað er mikið fjör svona rétt fyrir jólin í Grunnskólanum á Hólmavík. Í morgun var allur skólinn á kafi í árlegu jólaföndri og í kvöld er dansiball hjá eldri nemendum skólans. Á morgun, fimmtudag, er síðan síðasti dagur fyrir jólafrí og eftir hádegið verða haldin Litlu-jól í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hefjast þau kl. 13:30 og eru allir velkomnir. Búast má við að allir nemendur skólans stigi þar á svið eins og vaninn er. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is rölti um skólann í morgun með myndavélina og skoðaði jólaföndrið hjá nemendum og kennurum.  

Bakað af list

holmavik/grunnskolinn/580-jolafondur5.jpg

holmavik/grunnskolinn/580-jolafondur3.jpg

holmavik/grunnskolinn/580-jolafondur1.jpg

Fjör í skólanum – ljósm. Dagrún Ósk