22/12/2024

Sameiningarkosningar í dag

Í dag eru kosningar á Ströndum og víðar um land um sameiningu sveitarfélaga. Strandamenn kjósa annars vegar um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps í eitt sveitarfélag og hins vegar Bæjarhrepps og Húnaþings vestra. Kjörstaðir eru opnir í Félagsheimilinu Árnesi, Broddanesskóla og Grunnskólunum á Hólmavík, Drangsnesi og Borðeyri. Hægt er að mæta til að greiða atkvæði á þessum stöðum á milli kl. 12:00-18:00. Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla Strandamenn sem á kjörskrá eru til að taka þátt í kosningunni.