14/10/2024

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna

Árlegir vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 18. maí kl. 17:00. Þar syngur kórinn undir stjórn Krisztinu Szklenár. Miðaverð er 1.800 kr. fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn 14 ára og yngri. Starfsemi kórsins hefur verið öflug að venju síðastliðinn vetur.