15/04/2024

Brunatjón á Kirkjubóli

Ekki urðu miklar skemmdir vegna elds á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð en glóð komst í einangrun útveggs þar snemma í kvöld. Húsráðendum tókst að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti áður en slökkvilið kom á vettvang. Verið var að skera rör í kjallara hússins þegar glóð komst í einangrun á milli þilja. Menn höfðu hraðar hendur og náðu að halda glóðinni í skefjum með garðslöngu og slökkvitækjum, en nokkrar skemmdir urðu vegna niðurbrots á útveggjum til að komast að glóðinni og af völdum vatns.