23/12/2024

Sæluhúsið á Steingrímsfjarðarheiði komið til byggða

Á rölti sínu um miðbæ Hólmavíkur í dag rakst fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is á sæluhúsið ofan af Steingrímsfjarðarheiði sem komið er til byggða og stendur við Björgunarsveitarhúsið á Hólmavík. Kom í ljós við eftirgrennslan að ákveðið var að taka húsið niður þar sem GSM-samband væri komið á alla Steingrímsfjarðarheiðina. Langtum best væri að fólk sem lenti í vandræðum haldi kyrru fyrir í bíl sínum, en yfirgæfi hann ekki og sæluhúsið gæti þannig jafnvel haft öfug áhrif og dregið úr öryggi í stað þess að auka það. Yfirfara á húsið og skoða hvort það verður sett í Veiðileysu í stað hússins sem þar er.

Sæluhús í bæjarferð  – ljósm. Jón Jónsson