28/04/2024

Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín

Frábært veður var á Ströndum í dag, logn og blíða, eins og það gerist best á haustin. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fór í gönguferð um gamla bæinn á Hólmavík seinnipartinn með myndavélina. Strákar voru að veiðum á bryggjunni, smiðir á þökum uppi og sjómenn að koma að landi. Stuttbuxurnar höfðu meira að segja verið dregnar fram. Veðurblíðan í dag var kærkomin og það er óhætt að mæla með gönguferð í góðviðrinu – við útivist og náttúruskoðun lengst norður á Ströndum rifjast það fljótlega upp fyrir manni hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu.

1

bottom

Úlfar Hentze Pálsson og Ómar Pálsson voru með hamrana á lofti að ganga frá kantjárni á þakinu á Björgunarsveitarhúsinu

Hilmir setur svip á bæinn og hefur gert. Sumir tala um að hann verði látinn víkja – kannski á að koma þarna stæði fyrir bátagrindur og slíkar gersemar í staðinn

frettamyndir/2008/580-svipm8.jpg

Kolinn var alveg kolóður og veiðimennirnir á smábátabryggjunni kátir – Andri Már Bjarkason og bræðurnir Gunnar Már Jóhannsson og Þórir Örn Jóhannsson

frettamyndir/2008/580-svipm9.jpg

frettamyndir/2008/580-svipm7.jpg

frettamyndir/2008/580-svipm5.jpg

Miðbærinn á Hólmavík er alltaf fallegur í blíðunni, vantar bara smá tiltekt

frettamyndir/2008/580-svipm3.jpg

frettamyndir/2008/580-svipm1.jpg

Báturinn Hallvarður á Horni að koma að landi

Dálítill stærðarmunur á þessum farartækjum

– Ljósm. Jón Jónsson