12/09/2024

Ráðuneytið hundsar fund á Ströndum

Í gærkvöldi var haldinn sameiningarfundur á Hólmavík vegna sameiningartillögu Félagsmálaráðuneytis og var fundurinn sæmilega sóttur. Þar voru rædd málefni sameinaðs sveitarfélags og nokkuð skipst á skoðunum. Sérstaka athygli vakti að fulltrúi ráðuneytisins sá sér ekki fært að mæta og tala gárungarnir um að hann hljóti að hafa lent í trölla höndum eins og alvana er. Strandamenn á Hólmavík munu því geta ákvarðað um framtíð sína á eigin forsendum án of mikilla afskipta embættismanna ríkisins. Mönnum þykir þó að ráðuneytin eigi ekki að láta tröllasögur aftra för sinni og telja að miðað við útgjöld ríkisins til uppihalds embættismanna á höfuðborgarsvæðinu, þá séu þeir fullgóðir til að sinna landinu öllu.

Mönnum þykir rétt að minna á þá staðreynd að engar sagnir af Ströndum herma að tröllum hafi beinlínis tekist að yfirbuga heimamenn.