12/12/2024

Ráðstefna um ferðamennsku

Strandafjöllin og Árneshreppur eru að margra mati helstu náttúrufyrirbæri á Vestfjörðum. Ljósm.: Jón JóhannssonDagana 15. – 16. apríl verður haldin ráðstefna á Ísafirði sem ber yfirskriftina Náttúra Vestfjarða og ferðamennska.  Ferðamálasamtök Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Náttúrustofa Vestfjarða standa fyrir ráðstefnunni. Þema hennar verður Náttúra Vestfjarða en á ráðstefnunni verður leitað eftir svörum við spurningum um náttúru og ferðamennsku.

Þar er átt við hvaða náttúrufyrirbæri er að finna á Vestfjörðum, hvar þau eru, hverjir vilja skoða þau, hvenær og hvað það megi kosta.

Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og fjalla um málefnið út frá mörgum sjónarhornum, svo sem út frá ferðaþjónusta, ferðamennsku, markaðssetningu á menningu, náttúruvísindum, rannsóknum, öryggi ferðamanna, aðgengi inn á svæðið og innan þess.

Opnuð hefur verið sérstök heimasíða ráðstefnunnar á slóðinni www.nave.is/ferdaradstefna, en allar nýjar upplýsingar verða færðar inn á hana jafnóðum og þær berast, segir í tilkynningu frá ráðstefnuhöldurum.