13/09/2024

Pizzudagur á Café Riis á morgun

Veitingastaðurinn Café Riis á Hólmavík verður með opið fyrir pizzur á morgun, föstudaginn 13. janúar en að sögn Báru Karlsdóttur hefur mikið verið spurt eftir pizzudegi undanfarið svo samkvæmt því er von á góðum fjölda af flatbökuþurfandi viðskiptavinum á morgun. Veitingastaðurinn opnar kl. 18:00 og verður opinn til kl. 20:00 í pizzu og drykki. Síminn á Café Riis er 451 3567, en einnig verður hægt að panta pizzu og sækja hana á sama tíma.