19/09/2024

Áramótaball í Bragganum

Fjör á diskótekinuÞað var gaman á Ströndum um áramótin. Veðrið stríddi mönnum mismikið eftir svæðum en óhætt er að segja að það hafi verið talsvert betra víðast hvar en útlit var fyrir skv. veðurspám. Á Hólmavík gerðu menn sér að vanda glaðan dag á áramótafögnuði í Bragganum sem Björgunarsveitin Dagrenning stóð fyrir. Plötusnúðurinn Sigvaldi Búi var fenginn til starfa og fórst honum starfið vel úr hendi. Um 70-80 manns á öllum aldri mættu á geimið og var heilmikil stemmning í Bragganum þegar fjörið stóð sem hæst.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Arnar S. Jónsson -tók á diskótekinu í Bragganum.
Lýður Jóns í stuði
Sigvaldi þeytir skífum
Unnar yfirgefur samkvæmið
Dansað til dögunar
Guðmundína Haralds í áramótaskapi
Heiða og Þröstur á leiðinni heim