22/12/2024

Óvenjuleg steypa í Kotbýli kuklarans

Framkvæmdir standa yfir á fullu í Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði sem er annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum. Í gær var gólfið steypt í húsið en steypan er vægast sagt afar óvenjuleg. Til þessa hafa húsbyggjendur reynt að forðast fyrir alla muni að hafa mold eða leir í steypunni, en við blöndun þessarar steypu var talsvert af mold og öðrum efnum í henni svo gólfið í kotbýlinu yrði sem fornlegast. Verkfræðingar hjá Línuhönnun önnuðust tilraunir á blöndunni fyrir Strandagaldur.

Í hverja hræru fór einn hluti sands, einn hluti Moltu og 1/3 hluti kalks auk rétts magns af sementi. Brúnum lit var svo blandað varfærnislega út í steypuna. Niðurstaðan varð moldargólf sem á að þola átroðning þúsunda gesta án þess að þyrla upp moldarryki.

Stefnt er að opnum Kotbýli kuklarans þann 23. júli klukkan 10:00.

Myndirnar hér að neðan eru frá framkvæmdunum í gær.

.
Ólafur Ingimundarson slettir augum yfir moldargólfið

.
Sigurður Atlason slettir réttu magni af mold út í hræruna

.
Magnús Rafnsson slettir augum í linsu ljósmyndarans