19/09/2024

Óskað eftir fólki í Hamingjudaganefnd

Strandabyggð hefur nú auglýst eftir áhugasömum einstaklingum til að starfa í svokallaðri Hamingjudaganefnd. Um er að ræða sérstaka nefnd sem hefur á sinni könnu vinnu við undirbúning bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík sem nú hefur verið haldin tvisvar sinnum. Í tilkynningunni kemur fram að umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 13. október á skrifstofu Strandabyggðar og nánari upplýsingar eru gefnar þar í síma 451-3510.