12/09/2024

11 í prófkjör Samfylkingarinnar

Samkvæmt frétt á bb.is gáfu ellefu manns kost á sér í fjögur efstu sætin á framboðslista til alþingis næst vor í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þeir sem gefa kost á sér eru: Sveinn Kristinsson frá Dröngum, bæjarfulltrúi á Akranesi, sem gefur kost á sér í 1. sætið. Guðbjartur Hannesson skólastjóri á Akranesi gefur kost á sér í 1.-2. sæti listans. Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður á Sauðárkróki gefur kost á sér í 1.-2. sætið. Karl Matthíasson fyrrverandi alþingismaður og prestur gefur kost á sér í 1.-2. sæti listans og Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi og sagnfræðingur á Ísafirði gefur kost á sér í 1.-4. sæti listans.

Bryndís Friðgeirsdóttir á Ísafirði gefur kost á sér í 2.-3. sæti listans, eins og Helga Vala Helgadóttir fjölmiðlakona og laganemi í Bolungarvík. Ragnhildur Sigurðardóttir lektor á Hvanneyri bús. í Snæfellsbæ gefur kost á sér í 3. sæti. Benedikt Bjarnason frá Suðureyri, nemi við Háskólann á Bifröst, gefur kost á sér í 3.-4. sætið, eins og Einar Gunnarsson kennari í Stykkishólmi. Loks gefur Björn Guðmundsson smiður á Akranesi gefur kost á sér í 4 sætið.

Prófkjörið verður haldið verður helgina 28.-29. október og er opið öllum flokksmönnum og þeim sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna í kjördæminu.