14/09/2024

Dráttarvélaspjall í Króksfjarðarnesi


Fergusonfélagið og Landbúnaðarsafn Íslands boða til fundar í Vogalandi í Króksfjarðarnesi í kvöld, þriðjudaginn 12. mars kl. 20:30. Sigurður Skarphéðinsson formaður Fergusonfélagsins kynnir félagið og Bjarni Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Landbúnaðarsafni Íslands og kennari á Hvanneyri fjallar í máli og myndum um efnið: Frá Torfa í Ólafsdal til traktora nútímans … ! Á fundinum mun  Bjarni árita bækur sínar … og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmall fremstur, fyrir þá sem þess óska hvort heldur sem þeir koma með þær eða kaupa á fundinum. Allir áhugamenn um gamlar dráttarvélar og þátt þeirra í sögu sveitanna eru velkomnir.