05/10/2024

Ferðasýning í Perlunni 1.-2. maí

Lundi í GrímseyHelgina 1.-2. maí næstkomandi er fyrirhuguð ferðasýning í Perlunni. Sýningin er
samstarfsverkefni allra markaðstofa landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Ferðaþjónustu bænda. Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni og býðst öllum
ferðaþjónum á Vestfjörðum að taka þátt í sýningunni endurgjaldslaust. Mikið verður lagt í kynningu á þessarri sýningu og er gert ráð fyrir
miklum fjölda gesta á sýninguna. Opið verður 10-17 báða dagana. 

Hægt er að sjá yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu og staðsetningu á
bás
Vestfjarða með því að skoða meðfylgjandi tengil: http://vestfirskferdamal.is/skraarsafn/skra/58. 

Þeir ferðaþjónar sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Jón Pál í
s. 450-4040 eða 899-4311 og
jonpall@westfjords.is og skráð sig til þátttöku í sýninguna. Þátttaka er

ferðaþjónum að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að ferðaþjónar á

sýningunni taki þátt í að kynna allar Vestfirði.