04/10/2024

Opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík býður fólk hjartanlega velkomið á opið hús föstudaginn 28. okt., kl. 13-15. Þá er lokadagur þemadaga í Grunnskólanum á Hólmavík verður haldinn hátíðlegur. Sýningar eru opnar og sýndur afrakstur af smiðjunum Ljósmyndarallý, Prjónað af hjartans list, Tónlistarsmiðja, Freestyle-danssmiðju, Smíðasmiðju, Skrautskrift og Sögur, leiklist og ljóð. Rjúkandi heitar vöfflur með sultu og rjóma, kaffi og heitt súkkulaði til sölu. Hlökkum til að sjá sem flesta!